Suella Braverman aftur innanríkisráðherra

Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands fer aftur í embættis innanríkisráðherra.
Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands fer aftur í embættis innanríkisráðherra. AFP

Su­ella Bra­verm­an sagði af sér embætti í síðustu viku, 19. októ­ber sl., en er nú aft­ur kom­in í starf inn­an­rík­is­ráðherra í nýrri rík­is­stjórn Ris­hi Sunak sem varð form­lega for­sæt­is­ráðherra Bret­lands í dag. 

Bra­verm­an er harðlínu­kona þegar kem­ur að inn­flytj­enda­mál­um og má bú­ast við að end­ur­komu henn­ar í embættið muni hafa áhrif á þann mála­flokk í Bretlandi.

Enn er verið að mynda nýja rík­is­stjórn en sam­kvæmt The Spectator er þetta vitað:

Jeremy Hunt verður áfram fjár­málaráðherra, James Clever­ly ut­an­rík­is­ráðherra og Ben Wallace varn­ar­málaráðherra. Dom­inic Raab er kom­inn aft­ur í rík­is­stjórn sem aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra og dóms­málaráðherra. Nadhim Za­hawi verður nýr formaður Íhalds­flokks­ins. 

Kit Malt­hou­se mennta­málaráðherra, Robert Buckland vel­ferðarráðherra, Jacob Rees-Mogg viðskiptaráðherra og Brandon Lew­is dóms­málaráðherra verða ekki í nýrri rík­is­stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert