Suella Braverman aftur innanríkisráðherra

Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands fer aftur í embættis innanríkisráðherra.
Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands fer aftur í embættis innanríkisráðherra. AFP

Suella Braverman sagði af sér embætti í síðustu viku, 19. október sl., en er nú aftur komin í starf innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Rishi Sunak sem varð formlega forsætisráðherra Bretlands í dag. 

Braverman er harðlínukona þegar kemur að innflytjendamálum og má búast við að endurkomu hennar í embættið muni hafa áhrif á þann málaflokk í Bretlandi.

Enn er verið að mynda nýja ríkisstjórn en samkvæmt The Spectator er þetta vitað:

Jeremy Hunt verður áfram fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Ben Wallace varnarmálaráðherra. Dominic Raab er kominn aftur í ríkisstjórn sem aðstoðarforsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Nadhim Zahawi verður nýr formaður Íhaldsflokksins. 

Kit Malthouse menntamálaráðherra, Robert Buckland velferðarráðherra, Jacob Rees-Mogg viðskiptaráðherra og Brandon Lewis dómsmálaráðherra verða ekki í nýrri ríkisstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert