Rishi Sunak er orðinn forsætisráðherra Bretlands eftir að hafa fengið umboð til að mynda nýja ríkisstjórn af Karli konungi.
Sunak er þriðji forsætisráðherra Bretlands á þessu ári og sá 57. frá upphafi, að því er BBC greinir frá.
Hann verður sá yngsti til að gegna embætti forsætisráðherra landsins í tvær aldir.
Þetta var í fyrsta sinn sem Karl skipaði nýjan forsætisráðherra eftir að hann tók við völdum af Elísabetu móður sinni, sem lést fyrr á árinu.
Elísabet skipaði forvera Sunak, Liz Truss, í embætti forsætisráðherra þrátt fyrir bága heilsu. Truss entist aðeins í starfi í um tvo mánuði, sem er stysti tíminn frá upphafi í Bretlandi.