Rússnesk glæsisnekkja fær grænt ljós

Glæsisnekkjan The Nord í Hong Kong 12. október síðastliðinn.
Glæsisnekkjan The Nord í Hong Kong 12. október síðastliðinn. AFP/Peter Parks

Stjórnvöld í Suður-Afríku ætla að leyfa glæsisnekkju sem er í eigu rússnesks auðjöfurs að koma að landi í Höfðaborg.

Snekkjan er í eigu Alexeis Mordashovs, sem er náinn samherji Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hún lagði frá bryggju í Hong Kong fyrr í vikunni.

Snekkjan er metin á 521 milljón dollara, eða um 75 milljarða íslenskra króna. 

AFP/Isaac Lawrence

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórnina til að kyrrsetja snekkjuna, sem kallast The Nord og er 141 metri að lengd, að sögn BBC.

Talsmaður forsetans Cyril Ramaphosa sagði aftur á móti að engin ástæða væri fyrir því að fylgja refsiaðgerðum Vesturlanda.

„Suður-Afríku er ekki skylt samkvæmt lögum til að fylgja refsiaðgerðum Bandaríkjanna og ESB,” sagði Vincent Magwenya.

Snekkjan í Hong Kong séð ofan frá.
Snekkjan í Hong Kong séð ofan frá. AFP/Isaac Lawrence
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert