Hlutabréf í Amazon lækkuðu um 13,6% áður en viðskipti hófust í morgun. Eftir að markaðir opnuðu hefur gengi hlutabréfa Amazon hækkað lítillega.
Gengi hlutabréfa Amazon hrundi eftir að fyrirtækið tilkynnti um enn verri afkomu en búist var við af AWS skýjaeiningunni (e. AWS cloud unit) og gaf auk þess út spá fyrir fjórða ársfjórðung sem olli vonbrigðum fjárfesta.
Tekjuspá Amazon fyrir fjórða ársfjórðung var 140 til 148 milljarðar dollara en sérfræðingar höfðu spáð 155 miljjarða dollara tekjum fyrir ársfjórðunginn. Þar að auki jukust tekjur AWS um 27%, vel undir þeim 32% vexti sem Wall Street hafði búist við.