Musk sagður vilja forstjórastólinn

Elon Musk gekk í gær frá kaupum á Twitter og …
Elon Musk gekk í gær frá kaupum á Twitter og er nú orðinn eini eigandi fyrirtækisins. AFP/Frederic J. Brown

Bandaríski auðkýfingurinn Elon Musk, sem í gær varð eini eigandi Twitter eftir að gengið var frá kaupsamningi sem nam 44 milljörðum Bandaríkjadala, er sagður vilja taka við stöðu forstjóra miðilsins í kjölfar þess að Parag Agrawal var látinn taka poka sinn.

Agrawal er hluti af hópi yfirmanna hjá fyrirtækinu sem var sagt upp í gærkvöldi eftir yfirtöku Musk.

Samkvæmt heimildarmanni Bloomberg mun Musk sækjast eftir forstjórastólnum en ekki er víst hvort að hann vilji sitja þar til lengri tíma og má því búast við að hann láti embættið af hendi síðar meir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert