Pelosi varð fyrir fólskulegri árás

Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019.
Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019. AFP

Paul Pe­losi, eig­inmaður Nancy Pe­losi, sem er for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, varð fyr­ir fólsku­legri árás þegar brot­ist var inn á heim­ili hjón­anna í San Francisco Kali­forn­íu. Paul Pe­losi, sem er 82 ára gam­all, var flutt­ur á sjúkra­hús, en hann er sagður munu ná sér að fullu. 

Árás­armaður­inn, sem hef­ur ekki verið nefnd­ur á nafn í banda­rík­um fjöl­miðlum, var hand­tek­inn og er í haldi lög­reglu. Ekki ligg­ur fyr­ir hvers vegna hann réðist á Pe­losi.

Nancy Pe­losi var ekki í hús­inu þegar árás­in átti sér stað í morg­un. 

Paul Pelosi er auðkýfingur sem er að mestu búsettur í …
Paul Pe­losi er auðkýf­ing­ur sem er að mestu bú­sett­ur í San Francisco þar sem hann fædd­ist og ólst upp. AFP

Talsmaður henn­ar seg­ir að hún og fjöl­skylda henn­ar sé þakk­látt lög­regl­unni sem kom fyrst á vett­vang sem og starfs­fólki sjúkra­húss­ins sem hlúði að eig­in­manni henn­ar. Þau óska eft­ir að fá frið frá fjöl­miðlum á meðan þau eru að jafna sig. 

Paul og Nancy Pe­losi hafa verið hjón frá ár­inu 1963. 

Nancy Pe­losi er einn valda­mesti stjórn­mála­maður Banda­ríkj­anna. Hún var end­ur­kjör­inn í fjórða sinn sem for­seti full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings árið 2021, sem þýðir að hún er næst í röðinni á eft­ir Kamölu Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, í röðinni sem hand­hafi for­seta­valds­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert