Pelosi varð fyrir fólskulegri árás

Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019.
Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019. AFP

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, sem er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir fólskulegri árás þegar brotist var inn á heimili hjónanna í San Francisco Kaliforníu. Paul Pelosi, sem er 82 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús, en hann er sagður munu ná sér að fullu. 

Árásarmaðurinn, sem hefur ekki verið nefndur á nafn í bandaríkum fjölmiðlum, var handtekinn og er í haldi lögreglu. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann réðist á Pelosi.

Nancy Pelosi var ekki í húsinu þegar árásin átti sér stað í morgun. 

Paul Pelosi er auðkýfingur sem er að mestu búsettur í …
Paul Pelosi er auðkýfingur sem er að mestu búsettur í San Francisco þar sem hann fæddist og ólst upp. AFP

Talsmaður hennar segir að hún og fjölskylda hennar sé þakklátt lögreglunni sem kom fyrst á vettvang sem og starfsfólki sjúkrahússins sem hlúði að eiginmanni hennar. Þau óska eftir að fá frið frá fjölmiðlum á meðan þau eru að jafna sig. 

Paul og Nancy Pelosi hafa verið hjón frá árinu 1963. 

Nancy Pelosi er einn valdamesti stjórnmálamaður Bandaríkjanna. Hún var endurkjörinn í fjórða sinn sem forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings árið 2021, sem þýðir að hún er næst í röðinni á eftir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í röðinni sem handhafi forsetavaldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert