Trump kátur með Twitter-kaupin

Donald Trump er kampakátur með kaupin.
Donald Trump er kampakátur með kaupin. AFP

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, fagnaði í dag kaup­um auðkýf­ings­ins Elon Musk á Twitter og sagði að sam­fé­lags­miðill­inn væri nú í hönd­un­um á heil­vita manni. 

Musk, sem er auðug­asti maður í heimi, gekk loks frá kaup­un­um í gær, en verðmiðinn á Twitter var 44 millj­arðar doll­ara, eða sem sam­svar­ar um 6.300 millj­örðum króna. Mik­il óvissa hafði verið und­an­farna mánuði um það hvort eitt­hvað yrði af söl­unni og ýms­ar vanga­velt­ur á reiki. 

„Ég gleðst yfir því að Twitter er nú í hönd­un­um á heil­vita manni, og er ekki leng­ur rekið af vit­skert­um öfga­vinstri­mönn­um og brjálæðing­um sem virki­lega hata landið okk­ar,“ skrifaði Trump á sam­fé­lags­miðil­inn Truth Social, sem hann á sjálf­ur. 

AFP

Musk, sem er for­stjóri og stofn­andi Tesla, hef­ur sagt að hann myndi aflétta Twitter-banni Trumps sem var bolað út af miðlin­um í kjöl­far árás­ar­inn­ar á banda­ríska þing­húsið í árs­byrj­un 2021. En Trump hef­ur verið sakaður um að hvetja til árás­ar­inn­ar. 

Marg­ir aðgerðarsinn­ar hafa ótt­ast yf­ir­töku Musk á Twitter en þeir telja að áreitni muni fær­ast í auk­ana sem og fals­frétt­ir. Musk er sjálf­ur þekkt­ur fyr­ir að áreita aðra not­end­ur á Twitter. 

Twitter-not­end­ur sem eru lengst til hægri á hinu póli­tíska lit­rófi hafa, eins og Trump, fagnað söl­unni. Þeir hafa birt um­mæli á borð við „grím­ur gera ekk­ert gagn“ og önn­ur háðsyrði, en þeir telja lík­legt að slakað verði á öllu eft­ir­liti á Twitter. 

„Twitter verður nú að gera gangskör að því að losa sig við öll gervi­menni og gerviaðganga sem hafa stórskaðað miðil­inn. Hann verður mun minni, en betri,“ sagði Trump. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert