Veifaði til okkar „eins og óður maður“

Kajak, kajakræðari,
Kajak, kajakræðari, Ljósmynd/Colourbox

Sjómenn um borð í hollensku fiskiskipi komu breskum kajakræðara til bjargar sem hafði lenti í hremmingum á Ermarsundi. Þar hafði bát mannsins hvolft og hann hélt sér lifandi með því að halda í bauju í hafinu í nokkra daga. 

Teunis de Boer, skipstjóri fiskiskipsins, sagði við hollenska fjölmiðla að það hefði verið hrein tilviljun að hann tók eftir manninum. „Ég tók upp sjónaukann og sá ungan mann, sem var aðeins í sundbuxum, veifa til okkar eins og óður maður.“

„Hann var augljóslega í sjávarháska,“ sagði hann jafnframt. 

Eftir að manninum var bjargað úr sjónum var honum gefið vatn og súkkulaði áður en frönsk þyrla sótti hann og flaug með á sjúkrahús til aðhlynningar, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins. 

Atvikið átti sér stað seint í gær, nokkrar mílur frá Frakklandsströnd. Um er að ræða skipaleið sem kallast Pas de Calais við Dover-sund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert