146 manns, hið minnsta, eru látin og annar eins fjöldi slasaður eftir troðning á götum Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu, í kvöld.
Hrekkjavakan var haldin hátíðleg í kvöld, í fyrsta skipti eftir heimsfaraldur Covid-19, og kom mikil mannmergð saman á vinsælum næturlífsgötum borgarinnar.
Ekki liggur fyrir hvað olli troðningnum en ljóst er að fjölmargir hafa troðist undir og látist.
Vitni lýsa því á vef BBC að viðbragðsaðilar tíni nú lík fólks upp af götunum, eitt í einu. Mikill viðbúnaður lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks er á svæðinu og um 140 sjúkrabílar hafa verið kallaðir reyna að komast að.
Fréttin hefur verið uppfærð.