Handtóku 35 nýnasista í Ósló

35 voru handteknir í Ósló í dag.
35 voru handteknir í Ósló í dag. AFP/NTB/Ole Berg-Rusten

Norska lögreglan handtók 35 nýnasista í Ósló dag eftir að hópur þeirra neitaði að verða við fyrirmælum lögreglu.

Hópurinn, sem samanstóð af um 30 til 40 nýnasistum, hafði ekki sótt um nauðsynleg leyfi til að halda mótmælendagöngu sína í miðborg Óslóar. Hópurinn gekk með fána Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar (NMR).

Lögreglan í Osló greindi frá málinu á Twitter. 

Norska ríkisútvarpið greinir frá því að hópur vinstrisinnaða einstaklinga hafi mætt í gönguna og lögreglumenn hafi þurft að grípa inn í til að halda hópunum tveimur aðskildum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert