Hringdi í leyni í neyðarlínuna á salerninu

Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019.
Paul Pelosi ásamt Nancy Pelosi árið 2019. AFP

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi sem er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna fólskulegrar árásar þegar brotist var inn á heimili hjónanna í gærmorgun.

Samkvæmt BBC sló árásarmaðurinn Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Þá hlaut hann einnig áverka á hægri handlegg og höndum. Búist er við að hann nái fullum bata.

Vildi ræða við Nancy

David Depape, maðurinn sem liggur undir grun, er sagður hafa brotist inn á heimili þeirra og krafist þess að ræða við Nancy Pelosi, sem var þó ekki heima. Paul Pelosi brá þá á það ráð að biðja um að fá að nota salernið. Þegar þangað var komið hringdi hann í neyðarlínuna með farsímanum. 

Þegar lögreglu bar að garði voru Paul Pelosi og árásarmaðurinn að berjast um hamarinn en sá síðarnefndi hafði betur og sló Pelosi í höfuðið.

Lögreglan afvopnaði manninn og handtók hann. Honum var síðar komið undir læknishendur á spítala en lögreglan hefur ekki gefið upp um líðan mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert