Rússar hafa ákveðið að hætta þátttöku sinni í samkomulagi þeirra, Úkraínu, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna um kornútflutning frá Úkraínu vegna drónaárása Úkraínumanna á sjávarflota Rússa í Svartahafi.
Varnarmálaráðuneyti Rússa greinir frá þessu.
Samkomulagið sem um ræðir var undirritað í lok júlí. Var það sagt geta létt á alþjóðlegri matvælakreppu.