Vilja að Rússar standi við skuldbindingar sínar

Úkraínumenn hvetja Rússa til að virða samkomulagið.
Úkraínumenn hvetja Rússa til að virða samkomulagið. AFP/Genya Savilov

Úkraínumenn hvetja Rússa til að virða skuldbindingar sínar í samkomulaginu um kornútflutning. Sam­komu­lagið sem um ræðir var und­ir­ritað í lok júlí og var það sagt geta létt á alþjóðlegri mat­vælakreppu.

Varnarmálaráðuneyti Rússa tilkynnti fyrr í dag að þeir ætluðu að hætta þátttöku sinni í samkomulaginu vegna dróna­árása Úkraínu­manna á sjáv­ar­flota þeirra í Svarta­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert