Úkraínumenn hvetja Rússa til að virða skuldbindingar sínar í samkomulaginu um kornútflutning. Samkomulagið sem um ræðir var undirritað í lok júlí og var það sagt geta létt á alþjóðlegri matvælakreppu.
Varnarmálaráðuneyti Rússa tilkynnti fyrr í dag að þeir ætluðu að hætta þátttöku sinni í samkomulaginu vegna drónaárása Úkraínumanna á sjávarflota þeirra í Svartahafi.