Fjölskyldan harmi slegin

Lögregluþjónar fyrir utan heimili hjónanna á föstudaginn.
Lögregluþjónar fyrir utan heimili hjónanna á föstudaginn. AFP/Justin Sullivan

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er niðurbrotin og í áfalli eftir fólskulega árás á eiginmann hennar, Paul Pelosi á föstudaginn. Hún kveðst þakklát fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar og læknishjálpina sem hann fékk.

Paul Pelosi liggur á spítala eftir að ráðist var á hann á heimili hjónanna aðfaranótt föstudags. Pelosi hlaut höfuðkúpubrot og áverka á hægri handlegg og höndum. Árásarmaðurinn, sem var vopnaður hamri, hafði krafist þess að fá að ræða við Nancy Pelosi en hún var stödd hinum megin á landinu þegar atburðurinn átti sér stað. BBC greinir frá.

Huggun fyrir fjölskylduna

Dacid Depape, 42 ára karlmaður, liggur undir grun og á nú yfir höfði sér ákæru m.a. vegna árásar með mannskæðu vopni og innbrots.

Í yfirlýsingu sem birtist á Twitter segir Nancy fjölskylduna vera harmi slegna vegna árásarinnar.

„Ég vona að þið vitið að bænir ykkar og hlýjar kveðjur eru huggun fyrir fjölskyldu okkar og hjálpa Paul við að ná bata,“ skrifaði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert