Evrópusambandið hefur hvatt Rússa til þess að endurskoða ákvörðun sína um að ganga út úr mikilvægu samkomulagi sem tryggja á kornútflutning frá Úkraínu.
Rússar tilkynntu um ákvörðunina í kjölfar drónaárásar á sjávarflota Rússa í Svartahafi sem þeir segja að Úkraínumenn standa að baki. Úkraínumenn hafa ekki gengist við árásinni.
Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar leiddu viðræðurnar um korn-samkomulagið sem var undirritað í lok júlí. Það á að renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til þess að framlengja það.
„Ákvörðun Rússa um að hætta við þátttöku sína í Svartahafs-samningnum setur í hættu helstu útflutningsleið korns og áburðar sem mikil þörf er á vegna alþjóðlegrar matarkreppu sem má rekja til stríðsins í Úkraínu,“ skrifaði Josep Borell, utanríkismálastjóri ESB.