Lula nýr forseti Brasilíu eftir hnífjafna kosningu

Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010.
Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. NELSON ALMEIDA

Jafnaðarmaðurinn Luiz Inacio Lula da Silva er sigurvegari í forsetakosningum í Brasilíu eftir eina tæpustu kosningu síðari tíma þar í landi.

Ótrúlega mjótt var á munum en nú þegar öll atkvæði hafa verið talin eru niðurstöðurnar 50,83 prósent Lula í hag, gegn 49,17 prósentum andstæðings síns og sitjandi forseta, Jair Bolsonaro. Lula sigraði einnig fyrri umferð kosninganna sem fór fram fyrir mánuði síðan.

Kjörstjórn í Brasilíu hefur því útnefnt Lula sem sigurvegara kosninganna. Öll augu eru nú á Bolsonaro, og hvort hann muni samþykkja niðurstöður kosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert