Minnst 75 manns eru látnir eftir að 150 ára gömul göngubrú hrundi í Indlandi í dag. Er brúin hrundi féll fjöldi fólks í ána fyrir neðan hana.
Brúin sem um ræðir er staðsett í indversku borginni Morbi í vesturhluta Indlands og lá yfir ána Macchu. Þegar brúin féll voru um 500 manns að taka þátt í trúarhátíð á brúnni og í kringum hana.
Brúin var 230 metra löng.