Segja skilaboðum úr síma Truss lekið

Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.
Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. AFP/Daniel Leal

Breska ríkisstjórnin hefur verið hvött til þess að hefja rannsókn vegna fullyrðinga um að upplýsingum hafi verið lekið úr síma Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, þegar hún gegndi embætti utanríkisráðherra.

Talið er líklegt að tölvuþrjótarnir hafi verið á vegum rússneskra stjórnvalda.

Samkvæmt BBC komust tölvuþrjótarnir í einkaskilaboð milli hennar og Kwasi Kwarteng sem var náinn bandamaður hennar, auk samskipta milli Truss og erlendra embættismanna. 

Lekinn uppgötvaðist í sumar en málið var bælt niður og rataði ekki í fjölmiðla fyrr en núna. 

Stjórnarandstaðan telur málið varpa ljósi á veikar öryggisvarnir ríkisstjórnarinnar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði netöryggisvarnir sterkar en vildi þó ekki tjá sig um einstaka mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert