Banna kynleiðréttingar á börnum

Málið er afar umdeilt.
Málið er afar umdeilt. AFP

Bann hefur verið lagt við kynleiðréttingaraðgerðum á börnum undir 18 ára aldri í ríkinu Flórída í Bandaríkjunum. 

Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi heilbrigðisráðs ríkisins í gær. 

Bann þetta tekur gildi að þremur vikum liðnum, en þangað til er málið í umsagnarferli, þar sem íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.  

Meðal þess sem fellur undir bannið eru hvers kyns lyfjagjafir sem miða að því að seinka kynþroska eða hafa áhrif á hormónastarfsemi barnanna. Bannið mun þó ekki hafa áhrif á þá sem eru nú þegar í kynleiðréttingarferli. 

Hagsmunasamtök óttast að ákvörðun þessi muni leiða til hærri tíðni vanlíðanar og þunglyndis meðal ungmenna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert