Reknir starfsmenn beðnir að snúa aftur

Elon Musk heldur fyrirlestur árið 2019.
Elon Musk heldur fyrirlestur árið 2019. AFP/Frederic J. Brown

Eftir að hafa sagt upp ríflega helmingi starfsmanna á föstudaginn hefur Twitter beðið tugi starfsmanna sem misstu störf sín að snúa til baka.

Sumir þeirra sem fengu þessa óvenjulegu beiðni fengu uppsagnarbréf vegna mistaka, að sögn tveggja heimildarmanna Bloomberg.

Aðrir fengu reisupassann áður en stjórnendur áttuðu sig á því að störf þeirra og reynsla gætu verið nauðsynleg til að byggja upp það sem forstjórinn nýi, Elon Musk, sér fyrir sér.

Twitter sagði upp næstum 3.700 manns í síðustu viku með tölvupóstum til að draga úr kostnaði í kjölfar yfirtöku Musks á samfélagsmiðlinum.

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíst frá Haraldi

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, sendi frá sér tíst á laugardaginn þar sem hann spurði hvort einhver vildi ráða hönnuði. Hann sagðist þekkja suma af þeim bestu í bransanum og að þeir væru í leit að nýju starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert