Hægt að sjá sundurliðað heildarverð á Airbnb

Fjöldi Airbnb íbúða er í Reykjavík.
Fjöldi Airbnb íbúða er í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Airbnb er að betrumbæta leitarvél sína þannig að hægt verður að sjá að sjá strax upplýsingar um allan kostnað sem þarf að greiða þegar leitað er að húsnæði til leigu. Hið sama á við um upplýsingar um hið umdeilda þrifagjald sem margir leigusalar gera kröfu um.

Frá þessu greinir Brian Chesky, framkvæmdastjóri Airbnb, í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að notendur geti farið að nýta sér leitarvél með aðgengilegri upplýsingum í desember, með því að kveikja á ákveðinni síu áður en leitin hefst.

Þá verður leitarniðurstöðum forgangsraðað þannig að heildarkostnaður vegna leigutöku birtist frekar en verð fyrir eina nótt, líkt og gerist ef sían er ekki notuð.

Þegar notendur Airbnb kveikja á síunni munu þeir strax sjá heildarverð fyrir gistinguna. Meðal annars sundurliðun á þeim gjöldum sem fyrirtækið sjálft innheimtir sem og öðrum kostnaði.

Airbnb mun hafa ráðist í þessar breytingar eftir að viðskiptavinir fóru að kvarta í auknum mæli  yfir duldum kostnaði sem væri sífellt að aukast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert