Repúblikanar munu kenna Trump um ósigur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/ Eva Marie Uzcategui

Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður repúblikana, spáir því að ef demókratar halda völdum í öldungadeild Bandaríkjaþings muni repúblikanar kenna Donald Trump fyrrverandi forseta um ósigurinn.

Þetta sagði Walsh í viðtali við BBC og bætti við að repúblikanar myndu þó seint viðurkenna áhrif Trumps á niðurstöðuna opinberlega. 

„Í einrúmi munu þeir gera það sem þeir hafa gert undanfarin sex ár vegna þess að þeir eru allir huglausir, það er að segja; þeir munu allir kenna Trump um,“ sagði Walsh. 

„En enginn þeirra mun segja það opinberlega – þeir munu kenna öllum nema Trump um opinberlega, og enn og aftur vona að Trump fari bara í burtu.“

Staðan er nú hnífjöfn í öldungadeildinni en demókratar hafa 48 þingmenn og repúblikanar 47, alls eru 100 þingsæti. Meðal annars er enn beðið eftir niðurstöðum í Georgíu og Nevada. Niðurstöður þeirra ríkja eru talin munu segja til um hvorum megin öldungadeildin fellur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert