Rússneski herinn hörfar frá Kerson

Dnípró-áin rennur meðfram Kerson-borg.
Dnípró-áin rennur meðfram Kerson-borg. AFP/Andrey Borodulin

Sergei Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur skipað herdeildum rússneska hersins að hörfa frá úkraínsku borginni Kerson.

Kerson er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa haft yfirráð yfir síðan stríðið hófst í febrúar. 

Sjoígú sagði á blaðamannafundi með Ser­gei Súróvíkin, sem fer fyr­ir aðgerðum rúss­nesku her­sveit­anna í Úkraínu, að ekki væri lengur hægt að halda hernum upp í borginni.

Þetta þýðir að engar rússneskar hersveitir verða lengur á vesturbakka Dnípró-árinnar. Því er um að ræða mikið áfall fyrir rússneska herinn er hann tekst á við gagnsókn Úkraínumanna.

„Í þessum aðstæðum er skynsamlegasti kosturinn að skipuleggja varnir meðfram Dnípró-ánni,“ sagði Súróvíkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert