Vonarstjarna repúblikana endurkjörin í Flórída

Ron DeSantis á framboðsfundi í gærkvöldi.
Ron DeSantis á framboðsfundi í gærkvöldi. AFP

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem búist er við að muni bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta fyrir næstu kosningar, hefur náð endurkjöri.

Fréttastofur ABC og CNN fullyrða þetta báðar og byggja meðal annars á þeim tölum sem þegar hafa verið birtar úr talningu atkvæða vestanhafs.

Demókratinn Charlie Crist hafði boðið sig fram gegn ríkisstjóranum í von um að hreppa sæti hans.

DeSantis er 44 ára og þykir einna líklegastur til að berjast við fyrrverandi forsetann Donald Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar.

Hvorugur hefur þó enn lýst yfir formlegu framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert