Yfir 100 þúsund Rússar liggja í valnum eða særst

Úkranínskur hermaður ræðir við íbúa í Kerson-héraði.
Úkranínskur hermaður ræðir við íbúa í Kerson-héraði. AFP/Bulent Kilic

Meira en 100 þúsund rússneskir hermenn hafa legið í valnum eða særst í stríðinu í Úkraínu og líklegt er að talan sé álíka há á meðal úkraínskra hermanna.

Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Mark Milley í gær.

Þessar tölur frá Milley, sem ekki var hægt að staðfesta, eru þær nákvæmustu til þessa frá bandarískum stjórnvöldum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir um átta mánuðum síðan.

Milley sagði einnig möguleika á viðræðum um að binda enda á stríðið og að hernaðarlegur sigur sé ekki endilega mögulegur hvorki fyrir Rússa né Úkraínumenn.

Úkraínskir hermenn fyrir utan Kerson-hérað í lok október.
Úkraínskir hermenn fyrir utan Kerson-hérað í lok október. AFP/Bulent Kilic

„Það verður að vera sameiginleg viðurkenning á því að sigur er trúlega, í fullum skilningi þess orðs, kannski ekki mögulegur með hernaði og þess vegna þarftu að fara aðrar leiðir,“ sagði Milley.

„Það er......tækifæri til staðar hérna, tækifærisgluggi fyrir samningaviðræður.“

Ummæli Milley komu eftir að Rússar fyrirskipuðu hersveitum sínum að yfirgefa borgina Kerson í suðurhluta Úkraínu, sem er mikið áfall fyrir hernað Rússa í landinu.

Mark Milley.
Mark Milley. AFP/Kenzo Tribouillard
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka