Skattahækkanir boðaðar í Bretlandi

Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra í lok október.
Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra í lok október. AFP/Hollie Adams

Ríkisstjórn Bretlands hyggst hækka skatta, sérstaklega á auðmenn, til að snúa við erfiðri efnahagsstöðu landsins eftir valdatíð Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra.

Truss gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra í 45 daga. Rík­is­stjórn hennar var harðlega gagn­rýnd fyrir efnahagsaðgerðir og eft­ir að hún hætti við fyr­ir­hugaðar skatta­lækk­an­ir sem Truss hafði lofað.

Jeremy Hunt kynnir fjárhagsáætlun á fimmtudaginn.
Jeremy Hunt kynnir fjárhagsáætlun á fimmtudaginn. AFP/Niklas Halle'n

Allir færa fórnir

Nýr forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, hefur heitið því að ná tökum á vaxandi verðbólgu, jafnvel þótt það þýði að neytendur og fyrirtæki muni þurfa taka á sig skell.

Fjármálaráðherra landsins, Jeremy Hunt, hefur sagt að helst muni auðmenn finna fyrir aðgerðum stjórnvalda. Hann undirbýr nú fjárlög sem kynnt verða á fimmtudag.

„Við erum öll að fara borga aðeins meiri skatta,“ sagði Hunt og bætti við að allir myndu þurfa færa fórnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert