María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, hefur sett myndskeið á samfélagsmiðla þar sem Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, situr við borð í stuttermabol og stuttbuxum.
Þar ræðir Zakarova við Lavrov, skömmu eftir að þó nokkrir fjölmiðlar sögðu að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús.
Maria #Zakharova published a video with #Lavrov to prove that he is well. pic.twitter.com/PfKHMvxM8j
— NEXTA (@nexta_tv) November 14, 2022
„Við erum hérna með Sergei Viktorovich (Lavrov) í Indónesíu, lesum fréttirnar og trúum ekki okkar eigin augum,“ sagði Zakharova.
„Þetta er hæsta stig falsfrétta.“
Lavrov sagði að fréttirnar væru „einhvers konar leikur“ og skellti hann skuldinni á vestræna fjölmiðla.
„Þeir hafa skrifað um það í tíu ár að forsetinn okkar sé veikur,“ sagði hann.
Spokesperson for the Russian Foreign Ministry Maria Zakharova has responded to reports that Segei Lavrov was hospitalised.
— Sky News (@SkyNews) November 14, 2022
In a statement she said: "This is, of course, the aerobatics of fakes."
Read more here: https://t.co/dJGLcCLFtG
📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/p0j1AgKxIK
AP-fréttastofan hafði það eftir þremur heimildarmönnum að Lavrov hefði verið fluttur á sjúkrahús og sögðu tveir þeirra að hann hefði verið fluttur þangað vegna hjartavandamála.
Þessu vísaði Zakharova á bug á samfélagsmiðlinum Telegram og sagði að um falsfrétt væri að ræða.
Síðar hafði Sky News eftir indónesískum yfirvöldum að Lavrov hefði verið fluttur á sjúkrahús til að fara „í skoðun“ en að hann hefði verið „útskrifaður fljótt“.