Pentagon kveðst rannsaka fregnirnar

Pat Ryder á blaðamannafundi í Pentagon.
Pat Ryder á blaðamannafundi í Pentagon. AFP

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kveðst ekki hafa náð að staðfesta fregnir fjölmiðla, meðal annars í Póllandi, um að eldflaugar hafi hafnað innan landamæra ríkisins.

„Við vitum af fréttaflutningi fjölmiðla sem fullyrða að tvær rússneskar eldflaugar hafi hæft stað innan Póllands eða við úkraínsku landamærin,“ sagði Pat Ryder, talsmaður Pentagons, á blaðamannafundi rétt í þessu.

„Við höfum engar upplýsingar einmitt núna til að staðfesta að það hafi orðið eldflaugaárás,“ tjáði Ryder blaðamönnum.

Bætti hann við að Pentagon vinni nú að því að rannsaka málið nánar.

Embættismaður staðfesti fregnirnar

Þegar hefur verið greint frá því að bandarískur embættismaður staðfesti fregnirnar við fréttastofuna AP.

Pólski forsætisráðherrann hefur þá einnig boðað til áríðandi fundar þjóðaröryggis- og varnarmálanefndar landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka