Stjórnvöld í Póllandi hafa ákveðið að auka viðbúnaðarstig nokkurra hersveita sinna.
Frá þessu greindi talsmaður ríkisstjórnarinnar, Piotr Müller, á blaðamannafundi rétt í þessu.
Var blaðamannafundurinn haldinn í kjölfar neyðarfundar varnarmála- og þjóðaröryggisnefndar ríkisins sem forsætisráðherrann, Mateusz Morawiecki, boðaði til fyrr í kvöld.
Það gerði hann eftir fregnir bárust af því að rússneskar eldflaugar hefðu hafnað innan pólsku landamæranna og drepið þar tvo.