Stjórnvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir rétt í þessu að eldflaugarnar sem urðu tveimur að bana í Póllandi í gær hafi líklegast verið skotið á loft af her Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
„Það hefur ekkert komið fram sem dregur úr þeirri ályktun Andrzej Duda, forseta Póllands, að sprengingin hafi orðið vegna eldflaugavarnarkerfis Úkraínu,“ segir í tilkynningunni.
Þrátt fyrir það er tekið fram að Bandaríkin líti svo á að Rússland beri ábyrgð á dauðsföllunum í sprengingunni vegna stórsóknar Rússa gegn Úkraínu í gær.
Her Rússlands skaut í gær um 100 flugskeytum í átt að Úkraínu.