Kevin McCarthy var í gær kjörinn leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Hann er því líklegt efni flokksins í forsetaembætti fulltrúadeildarinnar, þegar Bandaríkjaþing verður sett eftir að niðurstöður þingkosninganna hafa verið staðfestar.
Repúblikanar kusu sér leiðtoga í fulltrúadeild fyrir luktum dyrum í gær þar sem McCarthy bar sigur úr býtum með 188 atkvæðum. Til þess að verða kjörinn forseti fulltrúadeildar mun McCarthy þurfa 218 atkvæði þegar 435 þingmenn fulltrúadeildar kjósa í janúar.
McCarthy var fyrst valinn leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild árið 2018 þegar flokkurinn var í minnihluta í fulltrúadeild en nú virðist sem svo að flokkurinn muni vera í meirihluta á komandi kjörtímabili.
Ólíklegt þykir að núverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, haldi stöðu sinni en tölfræðiteymi Decision Desk HQ, sem margir miðlar nýta, hefur þegar lýst yfir sigri repúblikana í fulltrúadeildinni.
Það er að flokkurinn sé tölfræðilega búinn að tryggja sér 218 þingmenn og þar með meirihluta fulltrúadeildarinnar.
Decision Desk HQ projects Republicans have won a majority in the U.S. House with at least 218 seats.
— Decision Desk HQ (@DecisionDeskHQ) November 15, 2022
Final count pending calls in 14 outstanding races.#DecisionMade: 6:13pm EST
Follow more results here: https://t.co/erllKAE1oN pic.twitter.com/xd1w6W9e28