Sendiherrar Atlantshafsbandalagsins, NATO, hófu neyðarviðræður í morgun eftir að eldflaugar urðu tveimur almennum borgurum að bana í pólsku þorpi, skammt frá landamærum Úkraínu.
Að sögn erindreka hófust viðræðurnar í höfuðstöðvum NATO í belgísku borginni Brussel. Áður hafði talskona bandalagsins sagt að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, yrði viðstaddur fundinn vegna „þessa sorglega atviks“.
Stoltenberg mun að loknum fundinum, um klukkan háfltólf í dag, halda blaðamannafund.
Fréttastofa AP hefur greint frá, og vísað í þrjár heimildamenn innan bandaríska hersins, að frumniðurstöður rannsóknar á eldflaugaskotunum sem lentu í Póllandi bendi til að þeim hafi verið skotið af úkraínska hernum.
Eldflaugunum hafi verið ætlað að skjóta niður rússneskar flaugar sem stefndu að byggð.