Neyðarviðræður NATO hafnar

Jens Stoltenberg í gær.
Jens Stoltenberg í gær. AFP/Kenzo Tribouillard

Sendiherrar Atlantshafsbandalagsins, NATO, hófu neyðarviðræður í morgun eftir að eldflaugar urðu tveimur almennum borgurum að bana í pólsku þorpi, skammt frá landamærum Úkraínu.

Að sögn erindreka hófust viðræðurnar í höfuðstöðvum NATO í belgísku borginni Brussel. Áður hafði talskona bandalagsins sagt að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, yrði viðstaddur fundinn vegna „þessa sorglega atviks“.

Stoltenberg mun að loknum fundinum, um klukkan háfltólf í dag, halda blaðamannafund.

Frétta­stofa AP hef­ur greint frá, og vísað í þrjár heim­ilda­menn inn­an banda­ríska hers­ins, að frumniður­stöður rann­sókn­ar á eld­flauga­skot­un­um sem lentu í Póllandi bendi til að þeim hafi verið skotið af úkraínska hern­um. 

Eld­flaug­un­um hafi verið ætlað að skjóta niður rúss­nesk­ar flaug­ar sem stefndu að byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka