Fréttastofa AP hefur greint frá, og vísað í þrjár heimildamenn innan bandaríska hersins, að frumniðurstöður rannsóknar á eldflaugaskotunum sem höfnuðu í Póllandi í gær og drápu tvo bendi til að þeim hafi verið skotið af úkraínska hernum.
Eldflaugunum hafi verið ætlað að skjóta niður rússneskar flaugar sem stefndu að byggð.
Heimildarmennirnir innan hersins hafa ekki leyfi til að ræða upplýsingarnar og ræddu því við fréttastofu AP undir nafnleynd.
Skömmu áður hafði Joe Biden Bandaríkjaforseti sagt að ólíklegt væri að eldflaugunum hefði verið skotið frá Rússlandi.
Eldflaugarnar lentu í þorpinu Przedwodow, nærri landamærum Úkraínu.