Vilja aðstoða Pólverja við loftrýmisgæslu

Lögregluumenn að störfum skammt frá staðnum þar sem tveir létust …
Lögregluumenn að störfum skammt frá staðnum þar sem tveir létust í þorpinu Przewodow í austurhluta Póllands. AFP/Wojtek Radwanski

Þjóðverjar hafa boðist til þess að senda herþotur sínar til að aðstoða við loftrýmisgæslu yfir Póllandi eftir að sprenging af völdum eldflaugar varð tveimur að bana í landinu, skammt frá úkraínsku landamærunum.

„Til að bregðast fljótt við atburðunum í Póllandi bjóðumst við til að styrkja loftrýmisgæslu með þýskum herþotum yfir Póllandi,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins, Christian Thiels, á blaðamannafundi.

„Þetta getur gerst á morgun, ef Pólland óskar eftir því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert