Þrír sakfelldir fyrir að granda MH17

Flugvélarbrakið.
Flugvélarbrakið. AFP/Sem van der Wal

Tveir Rúss­ar og Úkraínumaður voru í dag dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að hafa grandað farþega­flug­vél­inni MH17 yfir Úkraínu árið 2014, með þeim af­leiðing­um að all­ir 298 um borð létu lífið.

Menn­irn­ir hafa ekki verið hand­tekn­ir og voru ekki viðstadd­ir þegar dóm­ur­inn var kveðinn upp. Þykir afar ólík­legt að þeir muni sitja inni fyr­ir glæp­inn.

Aðalmeðferð í mál­inu hef­ur farið fram í Hollandi en vél­in, sem var á veg­um Malaysia Air­lines, var á leið frá Schipol-flug­velli í Amster­dam til Kúala Lúm­púr í Malas­íu þegar hún fórst. Tveir þriðju hinna látnu voru Hol­lend­ing­ar.

Fjór­ir hafa legið und­ir grun, Rúss­arn­ir Igor Girk­in, Ser­gey Dubin­skíj og Oleg Pu­latov auk Úkraínu­manns­ins Leonid Kharchen­ko. Þrír voru dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi í dag en Pu­latov var sýknaður.

Áður en niðurstaða dómsins var kynnt í dag.
Áður en niðurstaða dóms­ins var kynnt í dag. AFP/​John Thys

Árás­in ekki óhapp

Vél­in var á leið yfir hérað sem var í miðju átaka milli aðskilnaðarsinna og úkraínskra her­sveita í júlí árið 2014, þegar hún var skot­in niður. 

Sam­kvæmt niður­stöðu dóm­stóls­ins var rúss­neskt BUK Tel­ar-flug­skeyti notað til að granda flug­vél­inni og voru aðskilnaðarsinn­arn­ir þrír und­ir stjórn Moskvu þegar að árás­in var gerð.

Taldi dóm­ur­inn árás­ina hafa verið vís­vit­andi gerða en sak­born­ing­arn­ir hafi lík­lega staðið í trú um að þeir væru að skjóta niður úkraínska herflug­vél.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert