Þrír sakfelldir fyrir að granda MH17

Flugvélarbrakið.
Flugvélarbrakið. AFP/Sem van der Wal

Tveir Rússar og Úkraínumaður voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa grandað farþegaflugvélinni MH17 yfir Úkraínu árið 2014, með þeim afleiðingum að allir 298 um borð létu lífið.

Mennirnir hafa ekki verið handteknir og voru ekki viðstaddir þegar dómurinn var kveðinn upp. Þykir afar ólíklegt að þeir muni sitja inni fyrir glæpinn.

Aðalmeðferð í málinu hefur farið fram í Hollandi en vél­in, sem var á vegum Malaysia Airlines, var á leið frá Schipol-flug­velli í Amster­dam til Kúala Lúm­púr í Malas­íu þegar hún fórst. Tveir þriðju hinna látnu voru Hollendingar.

Fjórir hafa legið undir grun, Rúss­arn­ir Igor Girk­in, Ser­gey Dubin­skíj og Oleg Pu­latov auk Úkraínu­manns­ins Leonid Kharchen­ko. Þrír voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í dag en Pulatov var sýknaður.

Áður en niðurstaða dómsins var kynnt í dag.
Áður en niðurstaða dómsins var kynnt í dag. AFP/John Thys

Árásin ekki óhapp

Vélin var á leið yfir hérað sem var í miðju átaka milli aðskilnaðarsinna og úkraínskra hersveita í júlí árið 2014, þegar hún var skotin niður. 

Samkvæmt niðurstöðu dómstólsins var rússneskt BUK Tel­ar-flug­skeyti notað til að granda flugvélinni og voru aðskilnaðarsinnarnir þrír undir stjórn Moskvu þegar að árásin var gerð.

Taldi dómurinn árásina hafa verið vísvitandi gerða en sakborningarnir hafi líklega staðið í trú um að þeir væru að skjóta niður úkraínska herflugvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka