38 fórust í eldsvoða í verksmiðju

Eldsvoðinn varð í kínversku borginni Anyang.
Eldsvoðinn varð í kínversku borginni Anyang. Kort/Google

Þrjátíu og átta fórust og tveir slösuðust í eldsvoða í verksmiðju í miðhluta Kína, að sögn ríkisfjölmiðla. Yfirvöld segja verkamenn hafa valið eldsvoðanum með ólöglegri logsuðu.

Eldurinn braust út í Anyang-borg í héraðinu Henan seinnipartinn í gær.

Búið var að slökkva eldinn klukkan ellefu í gærkvöldi að staðartíma.

Að sögn yfirvalda hafa „grunaðir glæpamenn“ verið færðir í varðhald vegna eldsvoðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert