Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa vera að reyna að nota vetrarkuldann sem gereyðingarvopn með því að beina loftárásum sínum að orkuinnviðum Úkraínu.
Í myndbandsskilaboðum til franskra borgarstjóra segir Selenskí að ef Úkraínumenn eigi að lifa af veturinn þurfi mikið til, þar sem Rússar hyggjast nota kuldann til þess að skapa glundroða í landinu og reyna með því að knýja fram uppgjöf Úkraínu.
Forsetinn kallar eftir því að borgarstjórarnir sendi rafala og búnað til þess að sinna neyðarstarfi.
Alþjóðlega heilbrigðissambandið (WHO) varaði við því í gær að milljónir manna í Úkraínu væru í hættu á meðan Rússar ráðast á orkuinnviði landsins.
Milljónir manna eru nú án rafmagns á meðan kuldinn sverfur að.
„Veturinn mun snúast um það að komast af,“ segir svæðisstjóri hjá WHO.