Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás Rússa á orkumannvirki í Úkraínu augljósan glæp gegn mannkyninu. Þetta kom fram í máli hans þegar hann ávarpaði neyðarfund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag.
„Þegar að hitastigið úti er fyrir neðan frostmark, og milljónir manna eru án rafmagns, án hita, án vatns, þetta er augljós glæpur gegn mannkyninu,“ sagði forsetinn við öryggisráðið í gegnum fjarfundabúnaði en fundurinn fór fram í New York í Bandaríkjunum.
Rússar hafa staðið fyrir umfangsmiklu árásum undanfarnar vikur á orkumannvirki í Úkraínu með tilheyrandi eyðileggingu. Yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að skammta íbúum rafmagn.
Þá var öll borgin Lvív í vesturhluta Úkraínu án rafmagns í dag í nokkra klukkutíma eftir miklar flugskeytaárásir Rússa á hana og fleiri borgir í landinu, þar á meðal höfuðborgina Kænugarð.
Selenskí hefur áður sagt Rússa vera að nota vetrarkuldann sem gereyðingarvopn.