Um 70% íbúa Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, voru án rafmagns í morgun.
BBC greinir frá því að árásir Rússa á úkraínsk orkuver hafa leitt til rafmagnsleysis á mörgum svæðum í ríkinu, en víða hefur snjóað mikið og er hitastig við frostmark.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, greindi frá því að 70 rússneskum flugskeytum hafi verið skotið á Úkraínu í gær. Tíu létust og þremur kjarnorkuverum var lokað. Þau verða opnuð aftur síðar í dag.
Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu að orkufyrirtæki vinni nú að því að koma aftur á rafmagni í borginni.