Beint: Fundur í mannréttindaráði SÞ að beiðni Íslands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. UN Photo/Ariana Lindquist

Nú fer fram sér­stak­ur auka­fund­ur í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna í Genf í Sviss þar sem fjallað verður um ástand mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Fund­ur­inn er hald­inn að beiðni Íslands og Þýska­lands í þeim til­gangi að knýja á um að Sam­einuðu þjóðirn­ar hefji mark­vissa gagna­öfl­un svo síðar verði hægt að draga gerend­ur til ábyrgðar fyr­ir dóm­stól­um.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Íslands og Þýska­lands, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir og Anna­lena Baer­bock, taka þátt í umræðunni í mann­rétt­indaráðinu. 

Hægt er að fylgj­ast með beinu streymi frá fund­in­um hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert