Minnst fjórir látnir eftir árás á Kerson

Úkraínumenn hafa nýlega frelsað Kerson úr heljargreipum Rússa.
Úkraínumenn hafa nýlega frelsað Kerson úr heljargreipum Rússa. AFP/Bulent Kilic

Að minnsta kosti fjórir létust og tíu særðust í árás Rússa á borgina Kerson í Úkraínu, sem Úkraínumenn hafa nýlega frelsað.

„Rússneski innrásarherinn gerði árás á íbúðahverfi með mörgum eldflaugaskotum. Eldur kviknaði í stórri byggingu,“ skrifar Jaroslav Jansjevítsj, yfirmaður herstjórnar í Kerson, á Telegram.

Orkuinnviðir í Úkraínu hanga á bláþræði eftir linnulausar árásir Rússa síðustu daga á raforkuver í landinu.

Milljónir Úkraínumanna hafa verið án vatns og rafmagns og standa yfirvöld í ströngu við að lagfæra skemmdirnar. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa reyna að nota vetrarkuldann sem gereyðingarvopn og hefur lýst árásunum sem glæpum gegn mannkyninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert