Sagði Ísland misnota stöðu sína í mannréttindaráðinu

Khadijeh Karimi, varaforseti Íran í málefnum kvenna- og fjölskyldna, á …
Khadijeh Karimi, varaforseti Íran í málefnum kvenna- og fjölskyldna, á fundinum í dag. Skjáskot

Full­trúi Íran í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) sagði Ísland og Þýska­land mis­nota stöðu sína í ráðinu með því að kalla til auka­fund­ar vegna ástands mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini.

„Íran þykir það miður að mann­rétt­indaráð sé mis­notað af hroka­full­um ríkj­um til þess að gera aðild­ar­ríki SÞ að óvini,“ sagði Khadij­eh Karimi, vara­for­seti Íran í mál­efn­um kvenna- og fjöl­skyldna, og bætti við að Íran myndi alltaf skuld­binda sig við að fylgja eft­ir mann­rétt­inda­sátt­mála SÞ. 

Hún minnt­ist þó aðeins á að Þjóðverj­ar væru að mis­nota stöðu sína með því að kalla til fund­ar­ins, en fund­ur­inn var hald­inn að beiðni bæði Íslands og Þýska­lands. 

Hvat­vís­ar aðgerðir vest­rænna ríkja

Sagði Karimi að eft­ir dauða Am­ini hafi verið tekið til viðeig­andi ráðstaf­ana í Íran en vest­ræn ríki hafi ráðist í hvat­vís­ar aðgerðir gegn rík­inu. Þess­ar aðgerðir vest­rænna ríkja leiddu til þess að friðsöm mót­mæli breytt­ust í óeirðir að sögn full­trú­ans. 

Hún ásakaði vest­ræna fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla um dreifa fals­frétt­um um stöðuna í Íran. Það hafi leitt til þess að fjöldi lög­reglu­manna hafi lát­ist í átök­um. 

Karimi sagði vest­ræn ríki „skorta siðferðileg­an trú­verðug­leika“ til að gagn­rýna stjórn­völd í Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert