Tvær konur sem sökuðu bandaríska kynferðisafbrotamanninn og auðkýfinginn, Jeffrey Epstein, um kynferðisbrot gegn þeim hafa höfðað mál gegn bönkunum JP Morgan Chase og Deutsche Bank.
Þær saka bankanna um að hundsa „rauð flögg“ um skjólstæðing þeirra og að hagnast á meintu mansali Epstein.
Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 en hann beið þá eigin réttarhalda.
BBC greinir frá því að konurnar höfða málin í New York-ríki. Lögfræðingar sem hafa farið fyrir málum fjölda fórnarlamba Epstein munu einnig fara fyrir máli kvennanna.
Konurnar eru ekki nafngreindar en önnur þeirra var balletdansari og braut Epstein á henni á árunum 2006 til 2013.
Hún sakar JP Morgan um að hafa vitað að fjármunirnir á reikningum Epsteins hafi verið notaðir til mansals, vegna þeirra einstaklinga sem tóku út háar fjárhæðir af peningum.
JP Morgan Chase neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu BBC.
Hin konan sem fer fyrir málinu gegn Deutsche Bank, segir Epstein hafa selt sig í mansal yfir 15 ár tímabil, frá því að hún flutti til New York árið 2003.
Hún segir að í sumum tilfellum hafi Epstein greitt henni í peningum fyrir kynlífsathafnir.
Í dómsmáli konunnar segir að Epstein hafi fært viðskipti sín til Deutsche Bank eftir að JP Morgan hætti viðskiptum við hann árið 2013.
Deutsche Bank hefur áður viðurkennt að það hafi verið misstök að vera í viðskiptum við Epstein.