Tíu létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi

Kínverski fáninn.
Kínverski fáninn. AFP

Tíu létust og níu slösuðust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Xinjiang-héraði í Kína í gærkvöldi. 

„Tíu létust þrátt fyrir aðhlynningu bráðaliða á vettvangi,“ sagði í kínverskum fjölmiðlum. 

Þeir sem slösuðust eru ekki í lífshættu og hefur lögregla nú málið til rannsóknar. 

Eldsvoðar eru algengir í Kína vegna lélegra brunavarna og spillingar meðal þeirra sem eiga að sinna brunaeftirliti. 

Í þessari viku létust 38 manns er eldur kom upp í verksmiðju í borginni Anjand. Upptök eldsins voru vegna starfsmanna sem unnu við rafsuðu og fóru ekki eftir öryggisreglum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka