40 uppreisnarmenn drepnir í Lýðveldinu Kongó

Hermenn frá Lýðveldinu Kongó og Keníu standa vörð um flugvöll …
Hermenn frá Lýðveldinu Kongó og Keníu standa vörð um flugvöll í austurhluta Kongó. AFP/Alexis Huguet

40 búrúndískir uppreisnarmenn fórust í sameiginlegum hernaðaraðgerðum Lýðveldisins Kongó og Búrúndí í austurhluta Kongó.

Herirnir tveir „framkvæmdu öfluga sóknaraðgerð“ gegn uppreisnarhópi Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Búrúndí (FNL), að því er kemur fram í tilkynningu frá liðþjálfanum Marc Elongo-Kyondwa.

Í Austurhluta Kongó hefur verið mikil ásókn vopnaðra ofbeldishópa síðastliðna þrjá áratugi. Sumir hópanna eru samansettir af heimamönnum en aðrir af hermönnum frá nágrannaríkjum Kongó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert