Alls hafa 321 einstaklingar látið lífið vegna jarðskjálftans sem reið yfir eyjuna Jövu í Indónesíu á mánudaginn. Skjálftinn var af stærð 5,6.
Mesta mannfallið varð í bænum Cianjur en þar féllu skriður og byggingar hrundu.
Rúmlega 62 þúsund hús hafa orðið fyrir skemmdum og 73 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.