Þrítugur Frakki hleypur hundrað maraþon á jafnmörgum dögum til að vekja athygli á kolefnisfótspori stórra íþróttaviðburða.
„Ég geri það sama við líkama minn og við gerum plánetunni,“ segir Nicolas Vandenelsken sem kallar sjálfan sig „vistvænan ævintýramann“.
Vandenelsken lauk 84. maraþoninu í París dag en það var með ráðum gert að hlaupa maraþonin hundrað á meðan að heimsmeistaramótið í fótbolta stæði yfir í Katar. Heimsmeistaramótið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir kolefnisfótsporið sem það skilur eftir sig.
Síðasta hlaup Vandenelsken endar í Valenciennes í norðurhluta Frakklands þann 10. desember.