Rekinn fyrir að hafa afgreitt konu sem bar ekki slæðu

Hörð mótmæli hafa geisað í landinu.
Hörð mótmæli hafa geisað í landinu. AFP/Yasin Akgul

Íranskur bankastjóri sem afgreiddi konu sem ekki bar höfuðslæðu var sagt upp störfum. Samkvæmt írönskum lögum er konum skylt að hylja háls, haus og hár sitt.

Flestir bankar Írans eru ríkisreknir. Ahmad Hajizadeh varahéraðsstjóri hefur sagt það vera ábyrgð stjórnenda að lögum landsins sé fylgt.

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­ landsins hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini. Hún lét lífið þrem­ur dög­um eft­ir að hún var hand­tek­in af hinni al­ræmdu siðgæðis­lög­reglu fyr­ir að brjóta íslamsk­ar regl­ur um klæðaburð kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert