Þórdís Kolbrún í Kænugarði

Ráðherrarnir eru að kynna sér aðstæður og hitta úkraínska ráðamenn.
Ráðherrarnir eru að kynna sér aðstæður og hitta úkraínska ráðamenn. Ljósmynd/Þórdís Kolbrún

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, til að sýna samstöðu með Úkraínumönnum. Hún er þar í hópi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Tilgangur heimsóknarinnar kynna sér aðstæður og hitta úkraínska ráðamenn, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðneytinu. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur ráðmaður heimsækir Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar.

Þórdís birtir mynd af sér á Twitter ásamt hinum ráðherrunum, en þar skrifar hún meðal annars: „Þrátt fyrir sprengjuregn Rússa og villimannsleg grimmdarverk mun Úkraína sigra!“

Ekki fékkst uppgefið hve lengi Þórdís verður í Úkraínu eða hvort hún muni hitta Volodimír Selenskí, forseta landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert