Gleymi ekki þjáningum afganskra kvenna

Hina Rabbani Khar (lengst til vinstri) ræðir við Amir Khan …
Hina Rabbani Khar (lengst til vinstri) ræðir við Amir Khan Muttaqi (annar frá hægri), utanríkisráðherra Afganistan. AFP

Sam­tök af­ganskra kvenna hafa hvatt ráðherra frá Pak­ist­an, sem heim­sótti Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­ans í morg­un, til að gleyma ekki þján­ing­um kvenna í land­inu.

Hina Rabb­ani Khar, sem varð fyrsti kven­kyns ráðherra Pak­ist­ans árið 2011, er núna ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins. Nokkr­ar vik­ur eru liðnar síðan talíban­ar, sem fara með völd í Af­gan­ist­an, bönnuðu kon­um í land­inu að fara í al­menn­ings­garða, á skemmt­an­ir, í lík­ams­rækt­ar­stöðvar og al­menn­ings­böð.

Á föstu­dag­inn sagði mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna í Af­gan­ist­an að þess­ar nýj­ustu regl­ur talíbana sem er beint gegn kon­um og börn­um gætu jafn­gilt „glæp­um gegn mann­kyn­inu“.

Óska eft­ir aðstoð

„Þú ert dæmi um þá stöðu sem kon­ur njóta í ná­granna­landi okk­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá af­gönsku kvenna­sam­tök­un­um, sem eru full­trú­ar ým­issa bar­áttu­hópa fyr­ir aukn­um mann­rétt­ind­um.

„Við von­um að þú not­ir heim­sókn þína, ekki bara sem ráðherra held­ur kona og sem mús­límsk­ur kven­leiðtogi til að styðja kon­urn­ar í Af­gan­ist­an og efla sam­stöðu okk­ar.“

Sam­band Pak­ist­ans og talíbana er flókið. Stjórn­völd í Pak­ist­an hafa lengi verið sökuð um að styðja strang­trúaða íslam­ista í Af­gan­ist­an, jafn­vel þótt þeir hafi stutt inn­rás und­ir stjórn Banda­ríkj­anna í Af­gan­ist­an sem steypti þeim af stóli eft­ir árás­irn­ar á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001.

Meira en millj­ón af­ganskra flótta­manna býr í Pak­ist­an og átök hafa oft og á tíðum orðið á landa­mær­um ríkj­anna beggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert